Skilmálar
Almennt:
Kjólaleiga Akureyrar tekur því sem svo að sá sem leigir flíkur eða stundar einhverskonar viðskipti við Kjólaleigu Akureyrar, hafi lesið, skilið og samþykki skilmála þessa.
Kjólaleiga Akureyrar áskilur sér rétt til breytinga á verðum, skilmálum og úrvali án fyrirvara.
Flíkurnar eru einungis ætlaðar til skammtímaleigu og eru ekki til sölu, þar með eignast viðskiptavinur ekki flíkina við bókun.
Viðskiptavinum er óheimilt að framleigja eða selja öðrum flíkur frá Kjólaleigu Akureyrar.
Afhending & leiga á kjól:
Vara er sótt samdægurs eða daginn áður, en býður Kjólaleiga Akureyrar einnig upp á heimsendingu gegn 1.500kr sendingargjaldi.
Hægt er að semja um að fá vöru fyrr sé hún tilbúin til leigu, en Kjólaleiga Akureyrar þarf að samþykkja það.
Leigutími er almennt 1 dagur og borgar viðkomandi það gjald sem við á fyrir hverja leigu.
Ef viðskiptavinur óskar þess að framlengja leigutíma vöru, skal haft samband við Kjólaleigu Akureyrar og fær þá viðskiptavinur sanngjarnt verð fyrir lengd tímabils, sé varan laus.
Mátun:
Mátanir fara fram á virkum dögum, milli kl 10-18, ef viðskiptavinur getur ekki nýtt sér þann tíma skal hafa samband við Kjólaleigu Akureyrar sem finnur annan tíma sem hentar.
Vinsamlegast ekki mæta með ferskt brúnkukrem í mátun þar sem það gæti litað kjólana okkar.
Einnig værum við mjög þakklát ef þið mætið lítið sem ekkert málaðar í mátun til að koma í veg fyrir farða og bletti í kjólana.
Greiðsla og afbókun:
Greiðsla fer fram við bókun í gegnum millifærslu.
Vörur eru EKKI bókaðar/fráteknar fyrr en greiðsla hefur borist Kjólaleigu Akureyrar.
Leiga á flík fæst ekki endurgreitt sé hún afbókuð innan 48 klst frá leigudegi.
Fái viðskiptavinur ekki þann kjól sem hann hefur bókað á tilsettum tíma vegna vanskila eða annarra kvilla fær viðkomandi endurgreitt að fullu.
Skil:
Skila þarf vöru í leigu, í síðasta lagi daginn eftir notkun fyrir kl 16, nema ef um annað sé samið.
Kjólaleiga Akureyrar býður upp á að sækja flíkur að leigutímabili loknu, gegn 1.500kr gjaldi.
Ef kjólnum er skilað seint áskilur Kjólaleiga Akureyrar sér rétt á að rukka daggjald fyrir hvern dag umfram skiladag.
Sé kjólnum skilað seint og hann bókaður af öðrum viðskiptavin sem fær svo ekki kjólinn, gæti Kjólaleiga Akureyrar rukkað viðkomandi bókunargjald kjólsins ofan á það daggjald sem á við.
Ábyrgð:
Vörur eru á ábyrgð viðskiptavinar frá afhendingu til skila.
Viðskiptavinur ber því ábyrgð á öllu því tjóni sem flíkin gæti orðið fyrir á leigutímabili hennar.
Á það einnig við ef flík er stolið eða hún týnist á meðan leigutímabili stendur og skal viðkomandi þá hafa samband við Kjólaleigu Akureyrar um leið og vara hefur tapast.
Kjólaleiga Akureyrar býður upp á valfrjálst tryggingagjald (1500kr) og nær sú trygging aðeins yfir það tjón sem hægt er að laga, svo sem bletti og minniháttar viðgerðir og fæst það gjald EKKI endurgreitt.
Tryggingagjald nær EKKI yfir þær flíkur sem verða fyrir varanlegu tjóni svo sem ef þeim er stolið, týnt eða verða fyrir varanlegri skemmd.
Þrif og viðgerðir:
Við viljum biðja viðskiptavini um að vinsamlegast EKKI þrífa eða gera við flíkurnar okkar.
Kjólaleiga Akureyrar sér um ÖLL þau þrif og viðhald sem þörf er á.
Kjólaleigu Akureyrar er heimilt að rukka minniháttar gjald fyrir blettahreinsun og/eða viðgerð, sé þess þörf á.
Skemmdir:
Komi upp saumspretta, gat eða önnur skemmd skal láta Kjólaleigu Akureyrar vita STRAX.
Kjólaleiga Akureyrar sér alfarið um þrif, viðhald og viðgerðir.
Ef kjóllinn er skemmdur þannig að ekki sé hægt að nota hann áfram er Kjólaleigu Akureyrar heimilt að rukka heildarverð kjólsins að fullu.
Við reynum að vera sanngjörn og því er alltaf best að heyra í Kjólaleigu Akureyrar um leið og eitthvað kemur upp á, við skiljum að óhöpp geta gerst.